Fótbolti

Óttar: Þurfti að finna gleðina aftur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Óttar Magnús er búinn að finna gleðina á ný og var hress og kátur á æfingu í dag.
Óttar Magnús er búinn að finna gleðina á ný og var hress og kátur á æfingu í dag. vísir/anton

Óttar Magnús Karlsson, leikmaður Molde, var mættur á æfingu með U-21 árs landsliðinu á sínum gamla heimavelli í Víkinni.



„Það er alltaf gott að hitta strákana og gaman að vera með þessum hóp,“ sagði Óttar Magnús léttur og kátur.



Óttar fékk frí hjá Molde í júlí en þá sagði þjálfari hans, Ole Gunnar Solskjær, að hann þyrfti á því að halda þar sem það hefði tekið á hann andlega að fá ekki mikinn spiltíma. Leikmaðurinn snéri svo til baka á dögunum.



„Mér fannst ég þurfa að kúpla mig aðeins út úr hlutunum úti og finna gleðina aftur. Njóta þess sem ég er að gera. Ég er ánægður að hafa gert það og er tilbúinn í slaginn á nýjan leik núna. Mér líður mjög vel núna,“ segir Óttar Magnús en hvað varð þess valdandi að hann tapaði gleðinni?



„Ég veit ekki hvað gerðist nákvæmlega hjá mér en það var eitthvað sem hægði á mér. Ég hef enga skýringu á því hvað nákvæmlega gerðist.“



Óttar verður í eldlínunni með U-21 árs liðinu á mánudag er það tekur á móti Albaníu í undankeppni EM. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport.



Sjá má viðtalið við Óttar í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×